MAT Á RAUNÆRNI Í HLJÓÐI, miðsmunandi sjónarhorn: Fjóla María Lárusdóttir. - 0 views
-
Kristín Þórarinsdóttir on 14 Mar 15Verkefnið Viðurkenning á gildi starfa (The Recognition of the Valu of Work), REWOW.
-
Melissa Auðardóttir on 21 Mar 15Verkefnið Viðurkenning á gildi starfa (The Recognition of the Value of Work), REVOW, er yfirfærsluverkefni sem byggist á tilraunaverkefninu Gildi starfa (The Value of work), VOW. Samstarfslönd í verkefninu voru Danmörk, Grikkland og Írland. Meginmarkmið REVOW-verkefnisins er að þróa áfram aðferðir til að meta og viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu sem einstaklingar öðlast í starfi sínu í gegnum óformlegt og formlaust nám. Þá var unnið að því að tengja færniviðmið tilraunaverkefnanna í hverju landi fyrir sig við innlenda viðmiðaramma um menntun sem og evrópska við- miðarammann um ævinám. Innlendir viðmiðarammar ganga út á að flokka menntun í hverju landi út frá færniviðmiðum sem sett eru fram sem lærdómsviðmið og setja það jafnframt á þrep í samræmi við evrópska viðmiðarammanum um ævinám. Evrópski viðmiðaramminn hefur það hlutverk að vera leiðbeinandi við þrepaskiptingu og þýða niðurstöður náms á milli landa. Með því að tengja raunfærnimat á faglegri færni þátttakenda við ofangreinda viðmiðaramma opnast þeim fleiri möguleikar til áframhaldandi færniuppbyggingar. Vottun á færni í þessu samhengi gefur einstaklingum einnig tækifæri til að styrkja faglega stöðu sína á vinnumarkaði. Samtals fóru 85 einstaklingar í gegnum raunfærnimat í verkefninu, þar af 24 hér á landi í hljóðvinnslu, 17 í umönnun (Danmörk), 19 í bílaviðgerðum (Grikkland) og 25 í lánaþjónustu (Írland). Lokaráðstefna REVOW var haldin í Kaupmannahöfn 7. október 2011. Þar mættu 52 aðilar frá 6 löndum til að fara yfir aðferðafræði og niðurstöður verkefnisins. Unnið var í vinnustofum að því að koma á og undirbúa raunfærnimat fyrir færni í starfi, skilgreiningu færniviðmiða fyrir sérstök störf, tengingu færniviðmiða starfa og hlutverk ráðgjafar og stuðnings í raunfærnimatsferlinu. Þá kom fram á ráðstefnunni að me