Á þessari síðu er sagt frá áætlun OECD að mæla færni fullorðinna, á svipaðan hátt og þeir gera með PISA könnun meðal barna. Á undirsíðum má finna skýrslur sem kafa aðeins dýpra inn á tiltekin svið þekkingar og færni. Þetta má sjá sem bakrgrunn og hluta af pælingunum um hæfni og færni...
Sum ykkar tókuð eftir því í haust að ég hélt fyrirlestur og verkstæði í Hollandi um "Lifelong University". http://www.whosecrazyidea.nl/ . Þar var þessi maður með einn aðal fyrirlesturinn. Hann er að tala um ástandið í heiminum í dag í tengslum við háskólanám og kennslu. ==> EN hann fór yfir þetta hnattvæðingaryfirlit sem svo margir eru að tala um þessa dagana, og ég nefndi við ykkur... 1. 2. og 3...... hnattvæðingin ;-)
Þetta á erindi til ykkar á SFFF ef þið viljið hlusta á einn fyrlrlestur um hnattvæðingu og nám (í þessu tilfelli háskóla). En fyrirlesturinn er aðallega um ástandið í heiminum, og hlutverk háskólans í því samhengi. Fullorðinsfræðslan hefur ýmis svipuð hlutverk og háskóli, stundum ER háskólakennsla fullorðinsfræðsla ;-)