"Í nútíma samfélögum er lögð vaxandi áhersla á sjálfbærni og samkvæmt stefnu Sameinuðu þjóðanna um menntun til sjálfbærrar þróunar gegna fjöldi stofnana og samtaka mikilvægu hlutverki, þar á meðal skólar. Þegar aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi er athuguð með tilliti til sjálfbærrar þróunar koma í ljós mörg teikn. Í greininni er rætt hvernig hægt er að þróa skólastarf þannig að það þjóni markmiðum sjálfbærni. Menntun til sjálfbærrar þróunar dafnar ekki þegar viðfangsefni eru slitin í sundur eftir margskiptri stundaskrá eða þar sem þröng sjónarmið einstakra fræðigreina ráða ferðinni. Þegar einkenni sjálfbærrar þróunar eru gerð að viðmiðum við val á viðfangsefnum í mörgum námsgreinum og í skólastarfi er mögulegt að árangur náist. Markmiðið er að skapa heildstæða sýn á menntun sem er til sjálfbærrar þróunar, menntun sem skapar réttlátara samfélag, menntun sem leiðir til þekkingar, virðingar og ábyrgðar, ekki bara einhvern tíma í framtíðinni heldur strax í dag. Auður Pálsdóttir er aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Allyson Macdonald er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri."
Hér kemur svo aðal malið
Hér ef vefur fólks sem er að vinna með Design Thinking í námi og menntun. Hér finnur þú handbók sem ég reikna með að við notum þegar kemur að því að prófa Design Thinking ;-)
Þetta er myndband (8:30 mín) um það hvernig hönnuðir tóku kennara með í ferðalag til að sýna þeim hvernig væri hægt að nota Design thinking til að hugsa um nám og kennslu.
Í þessari grein er málið e.t.v. fyrst og fremst hvernig er hægt að nota Design Thinking í kennslu, við ætlum að skoða hvernig það nýtist við skipulagningu kennslu, en samt gefur greinin stutt yfirlit yfir helstu skrefin